Vatíkaniđ hefur birt myndir af Frans páfa ţar sem hann liggur í opinni líkkistu klćddur í rauđa skikkju en hann lést í gćrmorgun, 88 ára ađ aldri.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/21/pafi_sem_thordi_en_hefdi_matt_ganga_lengra/
Frans páfi fékk heilablóđfall snemma í gćrmorgun sem leiddi til ţess ađ hann fór í hjartastopp og var í kjölfariđ úrskurđađur látinn klukkan rúmlega hálf átta í gćrmorgun ađ stađartíma.
Útför hans á ađ fara fram síđar í vikunni en fundur kardínála hefur veriđ bođađur í dag ţar sem ţeir munu skipuleggja útför páfans sem haldin verđur í Péturskirkju.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/21/trump_og_melania_fara_i_utfor_pafa/
Búist er viđ ađ leiđtogar heimsins og trúmenn alls stađar ađ úr heiminum flykkist til Rómar til ađ vera viđstaddir athöfnina og votta leiđtoga 1,4 milljarđa kaţólikka heimsins virđingu sína. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ţegar bođađ komu sína. Sama gildir um forseta Frakklands, Emmanuel Macron, og forseta Úkraínu, Volodimír Selenskí.
135 kardínálar munu velja eftirmann Frans páfa í nćsta mánuđi.
Uppfćrt klukkan 8.20:
Vatíkaniđ greinir frá ţví í tilkynningu ađ útför Frans páfa fari fram í Péturskirkju á laugardaginn nćstkomandi klukkan 10 ađ stađartíma. Kista páfans verđur flutt úr kapellunni í Vatíkaninu og í Péturskirkjuna á morgun.