þri. 22. apr. 2025 06:30
Ómótstæðilega girnilegur pastaréttur með burrata osti sem á eftir að slá í gegn.
Ómótstæðilegt papriku- og chili tagliatelle með burrata osti

Snorri Guðmundsson matgæðingur hjá Matur og myndir gerði þennan ómótstæðilega góða pastarétt á dögunum sem er þess virði að njóta á góðum þriðjudegi. Sósan rífur í og passar mjög vel með pastanu. Rauð paprika, balsamedik og chili gefa sósunni dýpt og smá hita á meðan tagliatelle-ið bindur allt saman.

Til að lyfta réttinum á hæstu hæðir setur Snorri burrata ost ofan á. Þetta er réttur sem á eftir að slá í gegn, bragðast ótrúlega vel og tekur skamman tíma að útbúa.

Upplagt er að bera réttinn fram með klettasalati og ferskum parmesanosti.

Papriku- og chili tagliatelle með burrata osti

Fyrir 2

Aðferð:

  1. Hitið olíuna í potti á meðalhita.
  2. Bætið við hvítlauk, papriku og chili og steikið þar til allt er mjúkt og ilmar. Tekur um 5 til 7 mínútur.
  3. Maukið tómatana eða kremjið þá í litla bita með höndunum.
  4. Bætið við tómötum, sykri, balsamikediki, provance kryddblöndu, salti og pipar.
  5. Látið malla í nokkrar mínútur eða þar til sósan þykkist svolítið.
  6. Hrærið í blöndunni af og til. Ef þið viljið sléttari áferð, getið þið maukað sósuna með töfrasprota.
  7. Smakkið til með salti.
  8. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  9. Geymið smá pastavatn til að þynna sósuna ef þarf.
  10. Blandið pastanum saman við sósuna og hrærið vel.
  11. Setjið pastað á diska, rífið burrata ostinn yfir, toppið með klettasalati, parmesan og smá ólífuolíu og nýmöluðum pipar.
  12. Berið fram og njótið.

 

 

til baka