fim. 24. apr. 2025 08:31
Íbúðin er nýuppgerð á skemmtilegan hátt.
Fjölskylduíbúð til leigu í Stykkishólmi

Stykkishólmur er heillandi staður á Snæfellsnesi sem er í uppáhaldi hjá mörgum. Falleg þriggja herbergja íbúð á góðum stað í bænum er auglýst til skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb og er kjörin fyrir þau sem vilja komast aðeins í burtu.

Íbúðin rúmar sex gesti í þremur svefnherbergjum, með rúmgóðu eldhúsi þar sem rauður Smeg-ísskápur stendur upp úr. Íbúðin er nýuppgerð og er matarverslun, sundlaugin og veitingastaðir í göngufæri. 

til baka