Þó tónlist geti oft komið manni í gírinn og skapað rómantíska stemningu, verður að segjast að til eru nokkur lög sem maður myndi helst alls ekki vilja heyra með makanum í svefnherberginu.
Regína, Jón Axel og Ásgeir Páll tóku saman lista yfir lög sem enginn myndi kjósa að hlusta á við slíkar aðstæður, í dagskrárliðnum „Það sem þú vilt ekki heyra ...“ í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðinni heim á K100 nú fyrir stuttu.
Á listanum mátti meðal annars finna eurovisionbombuna „All Out of Luck,“ með Selmu Björns, „Short, Short Man“ með Gillette.
Á listanum má meðal annars finna Eurovision-bombuna „All Out of Luck“ með Selmu Björns og „Short, Short Man“ með Gillette.
Sérstaklega óþægilegt þótti lagið „Það stendur ekki á mér“ með Bjarna Arasyni – í samhengi við ofangreindar aðstæður.
Lagið „Reyndu aftur“ með Mannakornum þótti heldur ekki fara vel saman við rómantíska stund.
Og textinn í laginu „Hjálpaðu mér upp“ með Nýdönsk þótti hreint ekki viðeigandi í rúminu:
„Hjálpaðu mér upp, ég get það ekki sjálfur
ég er orðinn leiður á að liggja hér,
Gerum eitthvað gott
gerum það saman
ég skal láta fara lítið fyrir mér“
Hér má hlusta á dagskrárliðinn í heild sinni.