Allir hafa velt því fyrir sér hvað hárgreiðslufólk er að hugsa meðan það snyrtir á manni hárið. Vefritið The Stylist fór á stúfana og spurði hárgreiðslufólk hvað það er í rauninni að hugsa meðan það klippir hár.
„Ég elska það þegar fólk vill ekki spjalla“
„Ég finn það alltaf þegar kúnninn vill ekki spjalla. Svörin verða mjög stutt og það er í góðu lagi. Ég elska þögnina því þá get ég einbeitt mér,“ segir hárgreiðslumeistari.
Hættu að hreyfa höfuðið!
„Sem hágreiðslumaður þá þarf maður stöðugt að gæta þess að höfuðið sé beint á meðan maður er að klippa það. Ef skjólstæðingur er stöðugt á iði þá truflar það flæðið og maður þarf sífellt að vera að stilla höfuðið af. Sumir eiga það til að vera alltaf að hreyfa höfuðið á meðan það talar. Ef maður er að klippa af mikilli nákvæmni þá verður þetta mjög erfitt. Fólk verður bara að vera kjurrt.“
Stutt klipping hæfir ekki nefinu
„Ef sumir hafa stórt nef eða mikla höku þá ætti það að forðast hina svokölluðu „bob“ klippingu. Þar sem hún ýkir alla kanta. Sama ef maður er með of litla höku. Ég reyni að stýra slíku fólki frá þeirri hárgreiðslu en get aldrei sagt þeim ástæðuna.“
Það sést ef þér líkar útkoman
„Ég sé það alltaf á fólki ef þeim líkar útkoman. Augun tendrast ef þeim líkar útlitið. Þeir sem hata klippinguna hafa mjög dauf augu.“
Ég vil ekki snerta skítugt hár
„Ég vil helst ekki þurfa að snerta skítugt hár. Mættu vinsamlegast í klippingu með hreint hár.“
Mér er sama þótt þú sért í símanum
„Allir eru uppteknir og ég skil það að fólk vilji ná að svara tölvupóstum meðan það er í klippingu. Það er kúnninn sem er að borga þannig að hann ræður hvort hann sé í símanum eða ekki. Kemur mér ekki við.“
Ef þú ert stöðugt að taka slæmar ákvarðanir
„Ég þurfti að hætta að taka að mér eina sem kom heim til mín því hún var stöðugt að lita á sér hárið sjálf með hræðilegum afleiðingum. Svo kom hún til mín grátandi af eftirsjá og ég fékk að lokum nóg. Ég sagði henni að ef hún héldi þessu áfram væri ég hætt að sinna henni. Hún hélt að ég væri að grínast. En næst þegar þetta gerðist þá sagðist ég vera hætt að taka að mér kúnna heima. Ég bara þoli ekki að hlusta á væl yfir því sem fólk gerir viljandi.“
Hafðu lokuð augun
„Það er mjög skrítið að gefa fólki höfuðnudd meðan augu þeirra eru opin. Slakið bara á og lokið þeim.“
Alltaf spurning um viðhald
„Ég spyr alltaf mikið um hversu mikinn tíma fólk hefur til að viðhalda hárinu. Á manneskjan börn, er hún alltaf á þönum o.s.frv. og gef þeim klippingu sem hæfir lífsstílnum.“
Ekki mæta snemma
„Fæstir koma seint. En ég vil bara að fólk mæti stundvíslega. Ekki snemma. Ekki koma tuttugu mínútum fyrr. Þá er ég kannski í kaffipásu og fæ samviskubit að vera að borða samlokuna mína.“
Mættu með þína bestu greiðslu
„Það er frábært ef hárið lítur út eins og þú vilt helst hafa það á góðum degi. Þá sé ég hvernig það er að virka fyrir þig og gef þér klippingu í samræmi við það. Frekar en ef þú mætir með það í hnút, þá sé ég ekki hvernig það leggst til.“
Þú átt að þiggja höfuðnuddið
„Ég vil að fólk þiggi höfuðnuddið því það þýðir að þeim líður vel hjá mér. Ef einhver afþakkar þá skil ég það en það segir manni þó að þeim líður eitthvað illa með snertingu.“
Ég kvíði því að greiða úr flækjum
„Ef skjólstæðingurinn hefur ekki þvegið hárið þá kvíði ég að greiða í gegnum það. Það getur tekið langan tíma.“
Ekki tala á meðan ég blæs hárið
„Það er erfitt að heyra þegar maður er að blása hár. Og maður vill alls ekki vera á hárgreiðslustofu þar sem allir eru að kalla.“
Ég hlakka til að sjá vöxtinn
„Mér finnst það mjög gefandi þegar fólk hirðir vel um hárið á milli tíma og fer eftir leiðbeiningum mínum.“
Ekki hlusta á TikTok
„Það eru ótrúlega margir sem koma og segjast hafa hætt að þvo hárið vegna þess að einhver á TikTok mælti með því og fullyrti að hárnæring væri nóg. Það er rangt. Hárið verður fyrir mengun alla daga. Það þarf að þvo það. Ég furða mig oft á því hvað fólk er heimskt. Allir verða líka furðulostnir að heyra að það þarf að þvo hár tvisvar til þrisvar í viku. Eins mun rósmarín olía ekki flýta fyrir hárvexti. Það þarf alltaf að leita til sérfræðinga varðandi slík úrræði.“
Segjast vilja tilbreytingu
„Fólk segist vilja breyta til en halda samt síddinni og vilja ekki fá styttur í hárið. Þá veit ég ekki hvað ég get gert fyrir það.“
Ekki kvarta yfir verðinu
„Sumir elska hvað ég geri fyrir hárið þeirra en kvarta svo alltaf yfir því hvað þetta kostar. Það eyðileggur stemminguna. Ég gef sanngjarnt verð fyrir mína vinnu miðað við hversu hæf ég er og með marga mikilvæga kúnna. Ég gæti rukkað miklu meir og ég er ekki að þvinga neinn að koma til mín.“
Þú átt að segja ef þér mislíkar klippingin
„Ef þú segir ekkert þá get ég ekki lagað það. Ég þarf að skilja hvað er hægt að gera öðruvísi. Annars mun þetta bara endurtaka sig.“