Rut Káradóttir innanhússarkitekt hugsar ekki bara um að stofur og eldhús séu smekkleg þegar hún hannar heimili. Hún leggur mikið upp úr því að barnaherbergin séu vistleg. Rut var gestur í Heimilislífi Mörtu Maríu á dögunum þar sem hún sýndi hönnun í húsi eftir Manfreð Vilhjálmsson sem reist var af Styrmi Gunnarssyni heitnum fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins.
Í húsinu er fallegt barnaherbergi og er hægt að horfa úr herberginu niður á neðri hæðina.
„Barnið er ekkert lokað af inni í litlu herbergi,“ segir Rut þegar hún útskýrir hvað hún hafi verið að hugsa þegar hún hannaði herbergið.
https://www.mbl.is/smartland/heimilislif/2025/02/25/eg_vildi_ekki_eydileggja_husid_hans_manfreds/