lau. 3. maí 2025 06:00
Ofursmart barnaherbergi eftir Rut Kára vekur athygli

Rut Káradóttir innanhússarkitekt hugsar ekki bara um að stofur og eldhús séu smekkleg þegar hún hannar heimili. Hún leggur mikið upp úr því að barnaherbergin séu vistleg. Rut var gestur í Heimilislífi Mörtu Maríu á dögunum þar sem hún sýndi hönnun í húsi eftir Manfreð Vilhjálmsson sem reist var af Styrmi Gunnarssyni heitnum fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. 

Í húsinu er fallegt barnaherbergi og er hægt að horfa úr herberginu niður á neðri hæðina. 

„Barnið er ekkert lokað af inni í litlu herbergi,“ segir Rut þegar hún útskýrir hvað hún hafi verið að hugsa þegar hún hannaði herbergið. 

https://www.mbl.is/smartland/heimilislif/2025/02/25/eg_vildi_ekki_eydileggja_husid_hans_manfreds/

til baka