Maður að nafni Jesse Kesler, viðgerðarmaður sem sá um viðhald og endurbætur á heimili og lóð stórleikarans Gene Hackman og eiginkonu hans, píanóleikarans Betsy Arakawa, til fjölda ára, kom að þeim látnum á heimili þeirra í lok febrúar, stuttu eftir að hann fór að undrast um þau.
Kesler lýsti því hvernig aðkoman hefði verið þegar hann kom inn á heimili hjónanna í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í samtali við blaðamann breska miðilsins Daily Mail nú á dögunum.
„Ég vildi óska þess að ég hefði farið fyrr, þá hefði þetta kannski farið á annan veg. Ég hefði mögulega getað bjargað lífi Gene eða hundsins,” sagði hinn 52 ára gamli viðgerðarmaður.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/03/11/eiginkona_willis_tjadi_sig_um_andlat_hackman_hjonan/
„Án efa einn versti dagur sem ég hef upplifað“
Kesler lýsir deginum sem hann fann líkin sem einum versta á ævi sinni.
„Þetta var hræðilegt, án efa einn versti dagur sem ég hef upplifað og ég hef átt nokkra slíka.
Ég bjóst alls ekki við því að finna þau svona, ég hélt að þau væru í burtu eða kannski að þau hefðu óvart læst sig inni í vínkjallaranum,” sagði Kesler sem hafði verið í samskiptum við Arakawa í gegnum tölvupóst aðeins örfáum dögum áður en hún lést.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/03/07/letust_af_natturulegum_orsokum_med_viku_millibili/
Hackman, sem var 95 ára og með hjartasjúkdóm og alzheimers-sjúkdóminn, og Arakawa, sem var 65 ára, fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í lok febrúar.
Bandaríski stórleikarinn dó af náttúrulegum orsökum, líklega um viku á eftir eiginkonu sinni, og gerði sér, samkvæmt sérfræðingum, sökum heilabilunar, ekki grein fyrir því að eiginkona hans væri látin.
Arakawa lést af völdum hantaveiru.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/02/27/lyf_a_dreif_um_badherbergisgolfid/