fös. 14. mars 2025 12:45
Gene Hackman og eiginkona hans, Betsy Arakawa, létust á heimili sínu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.
Viðgerðarmaður segir aðkomuna hafa verið hræðilega

Maður að nafni Jesse Kesler, viðgerðarmaður sem sá um viðhald og endurbætur á heimili og lóð stórleikarans Gene Hackman og eiginkonu hans, píanóleikarans Betsy Arakawa, til fjölda ára, kom að þeim látnum á heimili þeirra í lok febrúar, stuttu eftir að hann fór að undrast um þau.

Kesler lýsti því hvernig aðkoman hefði verið þegar hann kom inn á heimili hjónanna í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í samtali við blaðamann breska miðilsins Daily Mail nú á dögunum.

„Ég vildi óska þess að ég hefði farið fyrr, þá hefði þetta kannski farið á annan veg. Ég hefði mögulega getað bjargað lífi Gene eða hundsins,” sagði hinn 52 ára gamli viðgerðarmaður.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/03/11/eiginkona_willis_tjadi_sig_um_andlat_hackman_hjonan/

„Án efa einn versti dag­ur sem ég hef upp­lifað“

Kesler lýsir deginum sem hann fann líkin sem einum versta á ævi sinni.

„Þetta var hræðilegt, án efa einn versti dag­ur sem ég hef upp­lifað og ég hef átt nokkra slíka.

Ég bjóst alls ekki við því að finna þau svona, ég hélt að þau væru í burtu eða kannski að þau hefðu óvart læst sig inni í vínkjallaranum,” sagði Kesler sem hafði verið í samskiptum við Arakawa í gegnum tölvupóst aðeins örfáum dögum áður en hún lést.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/03/07/letust_af_natturulegum_orsokum_med_viku_millibili/

Hackm­an, sem var 95 ára og með hjarta­sjúk­dóm og alzheimers-sjúk­dóm­inn, og Arakawa, sem var 65 ára, fund­ust lát­in á heim­ili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um í lok fe­brú­ar.

Banda­ríski stór­leik­ar­inn dó af nátt­úru­leg­um or­sök­um, lík­lega um viku á eft­ir eig­in­konu sinni, og gerði sér, sam­kvæmt sér­fræðing­um, sök­um heila­bil­un­ar, ekki grein fyr­ir því að eig­in­kona hans væri lát­in.

Arakawa lést af völd­um hanta­veiru.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/02/27/lyf_a_dreif_um_badherbergisgolfid/

 

til baka