Staða sjávarútvegsins, uppgjör Brims og loðnuveiðar voru til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins var Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. Þátturinn er sýndur á mbl.is.
Guðmundur hefur gagnrýnt að stjórnvöld reiði sig nær eingöngu á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og sagt að samtal við greinina skorti.
„Það hefur orðið svo mikil gjá á milli stjórnsýslunnar, þingsins og svo aftur okkar sem störfum í greininni. Og þegar síðasti vinstri ráðherra kom í ríkisstjórn þá hlustaði hann ekki á okkur, vildi ekki taka samtal. Svo átti bara að koma ný stefna og þetta er náttúrulega ekki hægt, enda er árangurinn enginn,“ segir Guðmundur.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: