fös. 14. mars 2025 10:38
Trent Alexander-Arnold mun missa af úrslitaleiknum.
Áfall hjá Liverpool fyrir úrslitaleikinn

Trent Alexander-Arnold, einn mikilvægasti leikmaður Liverpool, mun missa af úrslitaleik liðsins gegn Newcastle í enska deildabikarnum í fótbolta á Wembley á sunnudaginn. 

Alexander-Arnold meiddist þegar Liverpool datt úr Meistaradeildinni fyrir París SG síðastliðinn þriðjudag og var ekki víst hvort hann gæti verið með í úrslitaleiknum. 

Nú hefur Arne Slot stjóri liðsins staðfest að hann verði ekki með. Þá segist hann ekki vita hversu lengi Alexander-Arnold yrði frá, en að hann búist við honum aftur áður en tímabili lýkur. 

 

til baka