Knattspyrnumarkvörðurinn Árni Marinó Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við ÍA.
Árni hefur verið á mála hjá ÍA síðan 2018 en þá gekk hann í raðir félagsins frá Aftureldingu.
Hann á að baki 77 deildarleiki, þar af 50 í efstu deild, og hefur verið aðalmarkvörður Skagaliðsins í uppgengi þess síðustu tvö tímabil.
ÍA hafnaði í fimmta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nýliði.