fös. 14. mars 2025 09:55
Gauti Guðmundsson varð fjórði í Austurríki.
Þriðjungi úr sekúndu á eftir sigurvegaranum

Gauti Guðmundsson missti naumlega af verðlaunasæti á alþjóðlegu svigmóti í Leckenhof í Austurríki í gær.

Gauti var í 11. sæti eftir fyrri ferðina en fékk næstbesta tímann í seinni ferðinni og hafnaði í fjórða sæti, aðeins 35/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum, Rafael Zangerl frá Austurríki. Gauti fékk 28,07 FIS-punkta fyrir þessa frammistöðu.

Jón Erik Sigurðsson varð fjórði í seinni ferðinni og hafnaði í 11. sæti, aðeins 98/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Zangerl. Bæði Sturla Snær Snorrason og Tobias Hansen féllu í seinni ferðinni.

til baka