Bjarni Þór Hauksson krækti í gær í silfurverðlaun á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi.
Hann varð 0,90 sekúndum á eftir sigurvegaranum Mathias Hoeiby frá Noregi og fékk 29,67 FIS-punkta. Norðmaðurinn Marius Kristoffersen varð þriðji, ríflega sekúndu á eftir Bjarna.
Stefán Gíslason varð í 39. sæti en aðeins 43 keppendur af 104 luku báðum ferðum og meðal þeirra sem duttu út voru nokkrir Íslendingar.