fös. 14. mars 2025 08:00
Lionel Messi fagnar ásamt samherjum eftir að hafa skorað seinna mark Inter Miami í nótt.
Suárez og Messi sáu um mörkin

Luis Suárez og Lionel Messi voru báðir á skotskónum í nótt þegar bandaríska liðið Inter Miami tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistarakeppni Norður- og Mið-Ameríku í knattspyrnu.

Inter fór til Kingston, höfuðborgar Jamaíku, og vann þar heimamenn í Cavalier, 2:0, og þar með einvígi liðanna 4:0 samanlagt.

Suárez skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Messi kom inn á í hans stað á 53. mínútu og innsiglaði síðan sigur Inter með marki í uppbótartíma leiksins.

Inter mætir öðru bandarísku liði, Los Angeles FC, í átta liða úrslitum keppninnar. Þangað eru komin fjögur lið frá Mexíkó, þrjú frá Bandaríkjunum og eitt frá Kanada.

til baka