fös. 14. mars 2025 07:09
Farþegar standa á væng flugvélar American Airlines
Eldur um borð í bandarískri farþegaþotu

Tólf manns voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kviknaði í Boeing-þotu bandaríska flugfélagsins America Airlines eftir lendingu á alþjóðaflugvellinum í Denver í Colorado í gærkvöld.

172 farþegar voru í vélinni auk sex manna áhafnar. Allir farþegar voru fluttir á öruggan hátt úr vélinni en tólf voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli að því fram kemur í færslu flugvallarins í Denver á samfélagsmiðlinum X.

Á myndböndum sem víða var deilt á samfélagsmiðlum sést reykur í kringum þotuna og farþega sem stóðu á væng flugvélarinnar áður en þeim var komið til bjargar.

Flugmálayfirvöld segja að vélin sem var á leið frá Colorado til Dallas hafi verið snúið til Dallas eftir að áhöfn tilkynnti að hún hafi fundið fyrir titringi í hreyfli vélarinnar. 

 

 

 

 

 

 

til baka