Donatella Versace hefur ákveðið að hætta sem listrænn stjórnandi tískuhússins Versace eftir tæplega þriggja áratuga starf.
Hún hefur gegnt stöðunni frá árinu 1997 en hún tók við eftir að bróðir hennar, Gianni Versace, var myrtur.
Dontatella Versace, sem er 69 ára gömul, hefur haft umsjón með hundruðum tískuherferða fyrir ítalska vörumerkið og einnig hannað hótel og bíla.
Við starfinu tekur Dario Vitale, sem er fyrrverandi hönnunarstjóri hjá Miu Miu. Donatella Versace mun taka að sér nýtt hlutverk sem sendiherra vörumerkisins.