fös. 14. mars 2025 15:01
Fyr­ir­tækið hef­ur um tveggja ára­tuga skeið unnið að rann­sókn­um og þróun á líf­virk­um kítín­fá­sykr­um til notk­un­ar í fæðubót­ar­efn­um, lyfj­um og við beinígræðslu.
Genís breytir um kúrs: Þremur sagt upp

Siglfirska líftæknifyrirtækið Genís hefur sagt upp þremur starfsmönnum í rannsóknar og þróunardeild fyrirtækisins. Fimmtán manns hafa starfað hjá fyrirtækinu. Að sögn Róberts Guðfinnssonar, fjárfestis og eins eiganda fyrirtækisins er um áherslubreytingu innan fyrirtækisins að ræða. 

Fyr­ir­tækið hef­ur um tveggja ára­tuga skeið unnið að rann­sókn­um og þróun á líf­virk­um kítín­fá­sykr­um til notk­un­ar í fæðubót­ar­efn­um, lyfj­um og við beinígræðslu.

„Við ætlum að útvista verkefnum þeirra til erlendra háskóla í viðleitni okkar til að hraða þekkingu í fyrirtækinu,“ segir Róbert. 

Hafa starfað við lyfjaþróun 

Rannsóknar- og þróunardeild fyrirtækisins hefur starfað í Reykjavík og að sögn Róberts hafa  starfsmennirnir sem hefur verið sagt upp starfað við lyfjaþróun.

„Við stefnum að því að því að efla framleiðsluhluta starfseminnar fyrir norðan. Á mannamáli þýðir þetta það að þróunin er komin á þann stað að við þurfum að afla okkur enn öflugri þekkingar erlendis. Við erum með rannsóknarstofnanir og háskóla erlendis í sigtinu fyrir þennan hluta starfseminnar,“ segir Róbert. 

 

Fingraför nýs forstjóra 

Að sögn hans er þetta ákvörðun nýs forstjóra fyrirtækisins, Sesselju Ómarsdóttur, en tilkynnt var um að hún tæki við sem forstjóri í desember á síðasta ári.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/12/10/sesselja_omarsdottir_radin_forstjori_genis/

„Hún er að setja sín fingraför á þetta. Við erum að einbeita okkur meira að svokölluðu beingræði þannig við erum að færa til innan félagsins,“ segir Róbert. 

 

til baka