fim. 13. mars 2025 15:18
Andrzej Duda, forseti Póllands.
Duda vill bandarísk kjarnavopn til Póllands

Andrzej Duda, forseti Póllands, hvatti bandarísk stjórnvöld til að flytja kjarnavopn sín til Póllands og óskaði eftir „færslu á innviðum NATO til austurs“. Þetta sagði hann í viðtali við Financial Times sem birt í dag.

Pólland, sem hefur verið einn helsti bandamaður bandamaður Úkraínu, hefur unnið að því að efla varnir sínar í þeim tilgangi að verjast hugsanlegri ógn frá nágrannaríkinu Rússlandi.

„Landamæri NATO færðust austur árið 1999, svo 26 árum síðar ætti einnig að vera færsla á innviðum NATO til austurs. Fyrir mér er þetta augljóst,“ segir Duda. 

Tryggir öryggi

„Ég tel að það sé ekki aðeins tímabært, heldur einnig að það væri öruggara ef þessi vopn væru þegar hér,“ bætti hann við.

Í apríl sagði Duda, sem er íhaldssamur bandamaður hægri stjórnarandstöðunnar í Póllandi, að landið væri tilbúið að hýsa kjarnavopn NATO.

Rússnesk stjórnvöld vöruðu í kjölfarið við því að þau myndu grípa til aðgerða til að „tryggja öryggi sitt“.

Rússar báðu enga um leyfi

„Rússland hikaði ekki einu sinni þegar þeir voru að flytja kjarnavopn sín til Hvíta-Rússlands,“ sagði Duda enn fremur. 

„Þeir báðu engan um leyfi,“ bætti hann við. 

til baka