Helga Rún Guđmundsdóttir, sem starfar undir listamannsnafninu HáRún, hefur sent frá sér sitt fyrsta lag, „Enda alltaf hér“. Lagiđ er ljóđrćnt indí-popplag ţar sem kassagítar, raddir, synthar og trompet mynda hlýlegan og melankólískan hljóđheim.
Ljóđ sem varđ ađ lagi
Ţessi frumraun HáRúnar átti sér óvćntan uppruna og varđ til á örskömmum tíma.
„Ég var ađ fara koma fram og mig langađi ađ vera međ nýtt lag, svo ég greip í ţetta ljóđ og gítarpikk sem ég hafđi veriđ ađ vinna međ. Úr ţví varđ ţetta lag á svona tveimur klukkutímum.“
Lagiđ var tekiđ upp síđasta sumar og sá tónlistarkonan Nína Sólveig Andersen, einnig ţekkt sem Lúpína, um upptökur og pródúseringu.
„Lagiđ fjallar um dýpri tengingu viđ fólkiđ í kringum okkur,“ segir HáRún í kynningu á laginu en textinn er afar djúpur og ljóđrćnn og kjarnast í orđunum „Hundrađ ţúsund spurningar sem ég hef ţig ekki spurt”.
„Lag og texti eru eftir mig, en ég sá einnig um allan hljóđfćraleik og syng á upptökunni,“ segir hún.
„Ţetta er fyrsta lagiđ sem ég gef út, en ţađ eru fleiri á leiđinni,“ bćtir hún viđ og gefur til kynna ađ spennandi tónlist sé fram undan.
Hér má heyra Enda alltaf hér á Spotify en lagiđ er komiđ á allar helstu tónlistarveitur.
Sterk innkoma í íslenskt tónlistarlíf
Ţótt ţetta sé fyrsta útgefna lag HáRúnar er hún ekki ókunn á sviđinu. Hún var í úrslitum Músíktilrauna 2022, spilađi á Iceland Airwaves Off-Venue í Smekkleysu og hefur komiđ fram á stöđum eins og 12 tónum og Gauknum.
HáRún hlaut styrk úr upptökusjóđi STEFs haustiđ 2024 og er ţátttakandi í mentorverkefninu „Vindur í seglum“ 2024-2025, sem styđur upprennandi tónlistarfólk.
HáRún kynnti lagiđ í ţćttinum hjá Heiđari Austmann á K100, sem leggur áherslu á ađ styđja íslenska tónlist. Í ţćttinum, sem er í loftinu á virkum kvöldum milli kl. 18 og 22, er fjölbreytni í íslenskri tónlist í forgrunni og tónlistarmenn hvattir til ađ senda inn ný lög. Hćgt er ađ gera ţađ HÉR.
Hér má heyra kynningu HáRúnar á K100.