Wiktor Pálsson, meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu, mun næstu vikurnar gefa lesendum góð húsráð alla föstudaga sem nýtast vel við val á því sem borðað er, við matargerð og bakstur. Hann hefur mikla ástríðu fyrir fagi sínu enda veit hann fátt meira gefandi en að bjóða gestum sínum upp á úrvals hráefni sem er borið fram á fallegan hátt og veitir ógleymanlega matarupplifun. Wiktor ætlar að byrja á því að gefa lesendum góð ráð þegar kemur að því að velja hráefni í morgunverðinn.
Morgunverðurinn skiptir aðalmáli
„Markmið mitt að undanförnu er að vera búin að ákveða matseðilinn minn yfir vikuna og leggja auka áherslu á að borða hreinan og hollan mat. Mikilvægasta máltíð dagsins er í raun fyrsta máltíðin, morgunverðurinn,“ segir Wiktor.
„Mikilvægt er að fara í daginn með próteinríka máltíð sem er próteinrík, með hollum fitum og kolvetnum.“
Hér eru nokkur ráð um það hvernig þú getur bætt matarhefðir þínar þegar kemur að morgunrútínunni:
Bættu við próteinríkum fæðutegundum:
- Prótein heldur þér söddum og styður við vöðvaheilsu.
- Bættu við eggjum, jógúrt, kotasælu, hnetum til að viðhalda orkunni og forðast svengd fyrir hádegi
Takmarkaðu viðbættan sykur:
- Margir klassískir morgunverðir innihalda viðbættan sykur, eins og bragðbætt skyr, múslí og bakkelsi. Betra er að nota náttúrulega sætu eins og hunang og ávexti til að halda blóðsykrinum stöðugum.
Innihalda holl fituefni:
- Holl fita heldur þér söddum og styður heilastarfsemi. Avókadó, ólífuolía, hnetur og fræ eru öll góð dæmi um góðar fitur sem auka næringargildi morgunverðsins.