Staða sjávarútvegsins, uppgjör Brims og loðnuveiðar voru til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins var Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. Þátturinn er sýndur á mbl.is.
Talið í þættinum barst að samkeppnisumhverfinu í sjávarútvegi.
„Ég segi alltaf án gríns að Samkeppniseftirlitið ætti frekar að kallast viðskiptaeftirlitið. Það mega ekki vera gerð nein viðskipti á Íslandi nema Samkeppniseftirlitið fari yfir þau,“ segir Guðmundur.
Hann bætir við að fyrirtækin þurfi að vinna með öðrum til að auka verðmæti útflutnings á Íslandi.
„Það virðist þó hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá samkeppnisyfirvöldum,“ bætir Guðmundur við.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: