fim. 13. mars 2025 22:01
Kim Kardashian var orðin ólétt af dóttur þeirra Kanye West á meðan hún var enn gift Kris Humphries.
Krafðist þess að hún skilaði hringnum

Líkt og einhverjir kunna að muna skildu Kim Kardashian og NBA-leikmaðurinn Kris Humphries eftir aðeins 72 daga hjónband, árið 2011.

Í nýjasta þætti um Kardashian-fjölskylduna segir Kim frá hringnum sem Kris „gaf henni“, eða öllu heldur sem hún fékk sér sjálf.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2019/03/27/segir_hjonabandid_hafa_verid_alvoru/

Giftingarhringurinn frá Kris var átján karata smaragðskorinn demantshringur frá Lorraine Schwartz, segir hún við Khloé systur sína í þættinum. 

„Ég var ólétt af dóttur minni [North West] og til þess að skilja við hann [Kris] sagði hann að ég þyrfti að skila honum hringnum.“ Eins og flestir vita er North West dóttir þeirra Kanye West.

https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2025/01/30/kim_kardashian_sleikir_solina_i_mexiko/

Jæja, sumir myndu sætta sig við að skila slíku skarti, en ekki ef þeir keyptu það sjálfir. Í þættinum kemur fram að það var Kim sem keypti hringinn sjálf. „Hann lagði til einn fimmta,“ segir hún.

Þá segist hún ekki vilja skila hringnum, ekki einungis vegna þess að hún borgaði hann sjálf, heldur vegna þess að hún er að safna.

People

 

til baka