fim. 13. mars 2025 12:15
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims ræddi um uppgjör Brims fyrir síðasta ár, umræðuna í kringum sjávarútveg og fleira.
Mikill munur á ríkinu og þjóðinni

Það er mikill munur á ríkinu og þjóðinni. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims en hann var gestur Magdalenu Torfadóttur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag. Í þættinum ræðir hann um uppgjör Brims fyrir síðasta ár, umræðuna í kringum sjávarútveg, Samkeppniseftirlitið og fleira.

Guðmundur segir að sjávarútvegurinn sé í eigu þjóðarinnar en ekki ríkisins.

 

„Öll sjávarútvegsfyrirtækin í dag eru ekki í eigu ríkisins, eru ekki í eigu sveitarfélaganna, heldur eru til hlutafélög og eigendurnir að öllum þessum hlutafélögum eru bæði einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi og lífeyrissjóðir. Og það er ekki ríkið. Það er mikill munur á ríkinu og þjóðinni,“ segir Guðmundur.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/vidskipti/257305/

til baka