fim. 13. mars 2025 19:15
Bandaríska leikkonan Ayo Edebiri.
Fékk morđhótanir eftir falsfréttir frá Musk

Bandaríska verđlaunaleikkonan Ayo Edebiri, einna ţekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsţáttaröđinni The Bear, fékk hatursbréf og dauđahótanir skömmu eftir ađ forstjóri Tesla og eigandi samfélagsmiđilsins X, Elon Musk, birti falsfréttir ţess efnis ađ Edebiri myndi taka viđ hlutverki Jack Sparrow af Johnny Depp í nýrri Disney-mynd um ćvintýri sjórćningjanna.

Leikkonan greindi frá ţessu í story á Instagram-síđu sinni nú á dögunum og fór ekki leynt međ fyrirlitningu sína á Musk.

„Hér sit ég og hugsa til baka og rifja upp tímann ţegar ég fékk yfir mig holskeflu rasískra ummćla og morđhótanir vegna falsfrétta um endurgerđ kvikmyndar sem ég hafđi ekki einu sinni heyrt um. Sá sem kom orđrómnum af stađ er ţessi mađur,” skrifađi Edebiri viđ skjáskot af fćrslu Musk.

„Hann er ekki ađeins „Sieg Heil“-fasisti heldur einnig hálfviti, en hvađ um ţađ.”

Endurgerđ sögđ í bígerđ

Orđrómur um sjöttu kvikmyndina í ţessum vinsćla myndaflokki hefur veriđ á sveimi í Hollywood síđustu ár.

Lítiđ er vitađ um stöđu verkefnisins en bandaríski kvikmyndaframleiđandinn Jerry Bruckheimer sagđi endurgerđ á upprunalegu Pirates of the Caribbean-kvikmyndinni frá árinu 2003 í bígerđ ţegar hann rćddi viđ blađamann ComicBook.com á síđasta ári.

til baka