fös. 14. mars 2025 17:00
Ţessi pítsa býđur upp á alvöru bragđupplifun sem dásamlegt er ađ njóta.
Ţessi pítsa á eftir ađ rífa í

Ţessi bragđmikla og syndsamlega góđa pítsa sem kemur úr smiđju Snorra Guđmundssonar matgćđings hjá Matur og myndir og á eftir á slá í gegn í nćsta pítsapartíi.

Hún er međ piccante salami, jalapenó og spćsí pítsasósu og hunangi. Hún rífur vel í og gerir matarupplifunina enn betri. Margar fjölskyldur eru međ pítsakvöld á föstudögum og ţađ er vel hćgt ađ mćla međ ţessari til ađ njóta, sérstaklega fyrir ţá sem vilja hafa ţćr bragđsterkar.

Piccante salami og jalapenó pítsa međ spćsí pítsasósu og hunangi

Ađferđ:

  1. Smásaxiđ chili.
  2. Setjiđ smá olíu í lítinn pott og stilliđ á miđlungshita.
  3. Pressiđ hvítlauksrif saman viđ og steikiđ í stutta stund ásamt chili ţar til hvítlaukurinn fer ađ ilma.
  4. Kremjiđ San Marzano-tómatana međ höndunum og bćtiđ út í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, basilíkunni og 1 tsk. af hunangi.
  5. Náiđ upp suđu og lćkkiđ svo hitann svo ţađ malli rólega í pottinum.
  6. Látiđ malla í um 15 mínútur eđa ţar til sósan ţykkist ađeins.
  7. Fjarlćgiđ basilíkuna, maukiđ sósuna međ töfrasprota og smakkiđ svo til međ salti.
  8. Takiđ pítsabotninn úr kćli ađ minnsta kosti klukkustund áđur en elda á pítsuna.
  9. Setjiđ pítsastein í neđstu grind í ofni og stilliđ á hćsta hita (300°C helst).
  10. Látiđ steininn hitna á međan unniđ er í öđru.
  11. Dreifiđ svolitlu hveiti yfir borđiđ og notiđ hendurnar til ţess ađ fletja pítsabotninn út í um 12 cm hringi, leggiđ svo á bökunarpappír.
  12. Best er ađ vinna út frá miđju deigsins í átt ađ kantinum og reyna ađ hlífa um 1,5 cm af kantinum viđ sem mestu hnjaski, en ţannig er gasinu ýtt út í kantinn sem verđur til ţess ađ hann lyftist mun betur.
  13. Sneiđiđ piccante salami ţunnt ásamt grćnu jalapenó.
  14. Dreifiđ sósu yfir pítsabotninn og ţví nćst osti. Rađiđ salami og jalapenó á pítsuna og stráiđ chiliflögum svo yfir.
  15. Fćriđ pítsuna á pítsasteininn og bakiđ ţar til pítsan er fallega gyllt og ljúffeng.
  16. Toppiđ međ hunangi og svörtum pipar ţegar pítsan kemur úr ofninum.
  17. Beriđ fram og njótiđ.
til baka