With Love, Meghan, nýir lífstílssjónvarpsþættir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, hafa fengið harða gagnrýni.
Tina Brown sem er fyrrum ritstjói Vanity Fair felldi dóminn í kjölfar fyrsta þáttar Markle og sagði hann aðeins „falska fullkomnun“.
Hún segir hertogaynjuna hafa einstaka tilhneigingu til að misskilja tíðarandann með sjónvarpsþætti sínum sem er ekkert annað en „fölsk fullkomnun“, akkúrat þegar samfélagið kallar eftir einhverju allt öðru.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/03/04/meghan_markle_opnar_sig_um_felagslifid_i_montecito/
Persónan, það er Markle sjálf, segir Brown vera alls ekki sannfærandi, að hún dulbúi sig sem einhvers konar áhrifavald þegar hún er í raun hinn fullkomni fylgjandi.
„Hún er á eftir kúrfunni.“
Reynir að endurheimta glatað orðspor
„With Love, Meghan, nær sér aldrei á strik eftir fáránlegt upphafsatriði þar sem hún dulbýr sig sem býflugnabónda og hvíslar að býflugnaræktandanum sínum um undur býflugna.“
Þá bætir Brown við að þátturinn sé vitni um hve langt aftur hertogaynjan hefur horfið síðan hún braust inn í vitund almennings fyrir meira en átta árum.
https://www.mbl.is/smartland/frettir/2025/02/21/meghan_markle_sokud_um_ritstuld/
Brown fer svo langt að segja að hún telji að Markle og eiginmaður hennar, Harry prins, hafi ekki tekið rétta ákvörðun um að yfirgefa skyldur sínar sem háttsettir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar. Það hefði verið skynsamlegra fyrir þau að bíða eftir andláti Elísabetar II drottningar, sem lést 2022 þá 96 ára.
Auk sjónvarpsþáttanna gaf Harry bretaprins út bók með endurminningum sínum, Spare.
„Allt sem Meghan þurfti að gera var að þegja og bíða.“ Og bætir Brown því við að Markle sé svo ári óþolinmóð.
Brown virðist hafa séð ákveðin áform hjá Markle um að fá á sig geislabaug og endurheimta þannig glatað orðsporið.