fim. 13. mars 2025 21:00
Tequila lime spritzer með tajín eins og Snorri vill hafa hann.
„Tequila lime spritzer“ með skemmtilegu tvisti úr smiðju Snorra

Ef þú elskar ferska og létta kokteila með smá krydduðu tvisti, þá er þessi „tequila lime spritzer“ með tajín fullkominn fyrir helgina.

Hann er ljósgylltur á litinn, með fullkomnu jafnvægi milli sýru, sætu og krydds – og tajín-brúnin gerir hann sérstaklega skemmtilegan. Heiðurinn af kokteilnum á Snorri Guðmundsson, matgæðingur og ljósmyndari hjá Matur og myndir.

„Tequila lime spritzer“ með tajín saltbrún

Aðferð:

  1. Bleytið glasbrúnina með límónusafa og veltið upp úr tajín.
  2. Fyllið glasið með klökum.
  3. Hellið tequila, límónusafa og agavesírópi í glasið og hrærið vel.
  4. Fyllið upp með sódavatni og hrærið létt saman.
  5. Skreytið með límónusneið og njótið.

 

 

til baka