Sami Sheen, dóttir leikarans Charlie Sheen, viðurkennir að hún hafi farið í nefaðgerð í ágúst síðastliðnum eftir að hafa verið strítt vegna þess hve mikið hún líktist föður sínum.
Þetta kom fram í raunveruleikaþættinum Denise Richards & Her Wild Things, en fyrirsætan og leikkonan, Denise Richards, er móðir Sami. Í þættinum áttu þær mæðgur í samræðum í bíl og Richards hlustaði á þegar dóttir hennar sagði frá því hve mikið henni hafði verið strítt.
„Fólk sagði að ég líktist pabba. Ég fékk athugasemd frá einum um daginn sem sagði að ég yrði aldrei jafn falleg og mamma mín.“
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/02/26/dottir_charlie_sheen_graedir_a_ta_og_fingri_a_onlyf/
Sami sagðist hafa óskað þess að komast í nefaðgerð svo lengi sem hún myndi eftir sér.
„Ég er með þessa fáránlegu flautu fasta við andlitið á mér.“
Sami, sem er tvítug og hefur verið dugleg á OnlyFans, sagðist hafa viljað nef eins og móðir hennar.
Richards komst í uppnám við þessar játningar dóttur sinnar og sagðist vera döpur yfir að dætrum hennar líði eins og þær þurfi að líta út á ákveðinn hátt.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2022/06/24/maedgurnar_komnar_badar_a_onlyfans/