mið. 12. mars 2025 06:30
Arie og Lauren Luyendyk eiga von á fjórða barninu.
Eiga von á fjórða barninu eftir herraklippingu

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Lauren Luyendyk og eiginmaður hennar, fyrrverandi Bachelor-stjarnan, Arie, eiga von á sínu fjórða barni. Fyrir eiga þau dótturina Alessi sem er fimm ára og tvíburana, Senna og Lux, sem eru þriggja ára. 

Þau tilkynntu þetta á gramminu góða, en þau hafa verið opin með að vilja eignast fjórða barnið.

View this post on Instagram

A post shared by Lauren Burnham Luyendyk (@laurenluyendyk)

 

Arie var búinn að fara í herraklippingu eftir fæðingu tvíburanna, en svo kom löngunin í eitt í viðbót – og nokkuð óvænt. Þau hafa sagt bæði að þau hefðu verið svo viss með að vilja ALLS EKKI fleiri börn eftir fæðingu tvíburanna, sem ég tengi mjög vel við sem tvíburamóðir sjálf. 

 

Þau fjölluðu aðeins um ferlið hjá Arie, hvernig það var fyrir hann að láta tengja aftur og það virðist svona líka hafa svínvirkað, því barnið kemur í septembermánuði. 

Lauren og Arie eiga mögulega eina dramatískustu söguna saman í Bachelor, en Arie valdi upphaflega aðra, fékk bakþanka og endaði á að fara heim til Lauren og segja henni að hann hefði gert mistök.

View this post on Instagram

A post shared by Arie Luyendyk (@ariejr)

 

Hann var mjög óvinsæll meðal aðdáenda þáttanna á tímabili, en núna eru þau meðal vinsælustu hjóna sem hafa verið í þessum þáttum.

Ég hlakka til að sjá sjötta fjölskyldumeðliminn í haust og óska þeim hjartanlega til hamingju. 

til baka