Félag Elíasar Guðmundssonar og dóttur hans, Eignarhaldsfélagið Samsara slf, setti íbúð sína við Kolagötu 3 á sölu fyrir ári síðan.
Íbúðin er 117 fm að stærð og sérlega falleg í alla staði. Hún er í húsi sem reist var 2018. Íbúðin er þriggja herbergja og er á fimmtu hæð. Aukin lofthæð er í íbúðinni og er ljóst fiskibeinaparket á gólfum.
Í ofanálag var íbúðin búin einstökum húsgögnum og listaverkum, sérhönnuðum gluggatjöldum og hafði að geyma allt það helsta sem hinir efnameiri þrá.
https://www.mbl.is/smartland/heimili/2024/02/28/felag_eliasar_og_athenu_selur_glaesiibud_a_hafnarto/
Nú hefur íbúðin verið seld. Kaupandi hennar er Karelía ehf. Eigandi þess félags er Kjartan Ingi Kjartansson. Félagið greiddi 125.000.000 kr. fyrir íbúðina.