mið. 12. mars 2025 06:34
Leikarahjónin Harrison Ford og Calista Flockhart.
Leyfði náttúrulegri fegurð sinni að njóta sín

Leikkonan Calista Flockhart, einna þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðinni Ally McBeal, fetaði í fótspor Pamelu Anderson og mætti án farða á galaviðburð í New York-borg á mánudagskvöldið.

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2024/12/05/laus_vid_allan_farda_og_aldrei_verid_vinsaelli/

https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/10/22/fleiri_taka_pamelu_anderson_til_fyrirmyndar/

Flockhart, sem er 60 ára, mætti svartklædd frá toppi til táar og leyfði náttúrulegri fegurð sinni að njóta sín á rauða dreglinum.

Leikkonan brosti sínu breiðasta er hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara.

Flockhart, sem hefur lengi vakið athygli fyrir unglegt og geislandi útlit sitt, hefur að mestu lagt leiklistina á hilluna. Hún sést þó reglulega á rauða dreglinum ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Harrison Ford.

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2023/06/16/maetti_i_24_ara_gomlu_pilsi_a_frumsyninguna/

Flockhart og Ford gengu í hjóna­band hinn 15. júní árið 2010 og fagna því 15 ára brúðkaup­saf­mæli sínu í ár. Hjón­in eiga einn son, Liam, 24 ára, en Flockhart ætt­leiddi dreng­inn árið 2001, einu ári áður en hún kynnt­ist verðandi eig­in­manni sín­um.

Ford ætt­leiddi dreng­inn stuttu eft­ir að þau hófu sam­band.

til baka