Um 62% z-kynslóðarinnar lætur sig dreyma um opið samband samkvæmt könnun Feeld x Kinsey Institute og samkvæmt sömu könnun lætur 80% aldamótakynslóðarinnar sig dreyma um hið sama.
Fjölást er ekkert ný af nálinni en hins vegar eru hugtökin í kringum hana það. Á vef Cosmopolitan er tiplað á nokkrum hugtökum fjölástar sem skemmtilegt er að kíkja á:
1. Fjölkúla (polycule)
Þegar par er í opnu sambandi og á aðra elskhuga, sem einnig eru fjölkærir og eru í sambandi með enn öðrum. Til dæmis ef Sigga er að hitta Jón, sem er í sambandi með Emmu, og Emma er einnig að hitta Davíð, sem er í sambandi með Gunnu, þá er sagt að allir þessir einstaklingar séu í svokallaðri „fjölkúlu“.
https://www.mbl.is/smartland/samskipti/2025/02/28/fjolast_eda_framhjahald/
2. Elskhugi elskhuga þíns (Metamour)
Elskhugi elskhuga þíns er þinn metamour, þ.e. ef Sigga er að hitta Jón, sem er að hitta Dísu, þá er Dísa þinn „metamour“.
3. Eldhúsborðsfjölást
Þegar tveir einstaklingar, í opnu sambandi, eiga í vinasambandi við elskhuga hvors annars. Það er að t.d. öll hittast og snæða saman kvöldverð.
4. Garðpartífjölást
Svipar til eldhúsborðsfjölástar, fyrir utan að kunningsskapur á milli einstaklinga verður ekki að vinskap.
5. Samhliða fjölást
Þessi tegund af fjölástarsamböndum er meira hólfaskipt, þar sem allir einstaklingar sem eiga í hlut vita hver af öðrum, en hittast þó aldrei.