sun. 16. mars 2025 16:00
Þetta eru fermingargjafirnar sem slá í gegn ár eftir ár!
Klassískar fermingargjafir sem slá í gegn

Undanfarin ár hafa peningar verið vinsælasta fermingargjöfin. Það hefur einnig tíðkast að gefa litla gjöf með smápeningaupphæð til að gera aðeins meira úr gjöfinni, eins og t.d. með bolla, handklæði, ullarsokkum, bók eða blómum.

Myndavélar eru sniðug gjöf fyrir þau börn sem heillast af ljósmyndun og opna nýjan heim fyrir þeim sem eignast slíka vél. Skrifborð, penni, skartgripir eða skipulagshilla munu einnig koma sér vel.

til baka