mið. 15. jan. 2025 07:56
Á annað hundrað skjálfta mældust í Bárðarbungu í gær.
Rólegt í Bárðarbungu

Rólegt hefur verið á skjálftasvæðinu í Bárðarbungu frá því síðdegis í gær en mjög kröftug skjálftahrina hófst þar í gærmorgun.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/15/thetta_er_okkar_oflugasta_eldstod/

Á annað hundrað skjálfta mældust í Bárðarbungu í gær, sá stærsti var 5,1 að stærð sem reið yfir rétt eftir klukkan 8 í gærmorgun. Að auki urðu sautján skjálftar yfir þremur að stærð, þar af tveir um eða yfir 4.

Enginn skjálfti hefur mælst í Bárðarbungu frá því klukkan 17.18 í gær en sá var 2,4 að stærð.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/14/myrkur_gaeti_varad_klukkustundum_saman_ef_gys/

„Þótt það sé rólegt núna þá getur skjálftavirknin tekið sig upp aftur. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist og fylgjast vel með,“ segir Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

 

 

til baka