þri. 14. jan. 2025 23:37
Biden lýkur kjörtímabili sínu eftir tæplega viku.
Biden tekur Kúbu af hryðjuverkalista

Á sínum lokadögum í embætti hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti ákveðið að taka Kúbu af svokölluðum hryðjuverkalista. Í staðinn ætla stjórnvöld á Kúbu að sleppa 533 föngum úr haldi sínu.

Talið er líklegt að Kúba rati aftur á listann þegar Donald Trump tekur við forsetaembættinu næsta mánudag.

Bandaríkin eru með lista af ríkjum sem styðja við hryðjuverk og Kúba var sett á listann undir lok forsetatíðar Donalds Trumps árið 2021. Hinar þjóðirnar á listanum eru Íran, Sýrland og Norður-Kórea.

Sleppa 553 manns úr haldi

„Búið er að leggja á þetta mat og við höfum ekki upplýsingar um það að Kúba sé ríki sem styðji við hryðjuverk,“ sagði háttsettur embættismaður í Biden-stjórninni við blaðamenn.

Stjórnvöld á Kúbu fögnuðu þessu sem skrefi í „rétta átt“ en hörmuðu að enn væru refsiaðgerðir í gildi frá 1962.

Utanríkisráðuneyti Kúbu tilkynnti í kjölfarið að 553 manns yrði sleppt úr kúbverskum fangelsum sem voru í haldi fyrir „ýmsa glæpi“.

 

Rubio af kúbverskum uppruna

Trump hefur tilnefnt Marco Rubio sem næsta utanríkisráðherra Bandaríkjanna en hann er af kúbverskum uppruna.

Hann hefur gagnrýnt kommúnískt stjórnarfar á Kúbu lengi og ekki þykir ólíklegt að hann muni leggja það til að setja Kúbu aftur á listann.

til baka