Spánn hyggst leggja allt að 100% skatt á eignir keyptar af erlendum aðilum frá löndum utan Evrópusambandsins.
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í gær um tólf áform ríkisstjórnarinnar til að mæta því neyðarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaðinum þar í landi.
https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2024/12/21/ordnir_threyttir_a_breskum_ferdamonnum/
Aðrar lausnir lutu m.a. að því að auka félagslegt húsnæði, bæta regluverk á leigumarkaði, auka öryggi og stuðning við leigjendur, herða regluverk og hækka skatta á skammtímaleiguíbúðir.
„Það er ekki sanngjarnt að einhver sem á þrjár, fjórar eða jafnvel fimm íbúðir í skammtímaleigu borgi lægri skatta heldur en hótel,“ sagði Sánchez.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/06/22/banna_skammtimaleigu_til_ferdamanna/
Forgangsraða íbúum á Spáni
Benti hann á að fleiri en 27 þúsund aðilar utan ESB hafi keypt eignir á Spáni árið 2023, ekki til þess að búa í, heldur til þess að græða á.
„Sem við getum augljóslega ekki unað við í ljósi þess húsnæðisskorts sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Sánchez og bætti við að með sköttuninni væri hægt að forgangsraða því að íbúar á Spáni eigi þak yfir höfuðið.
„Vesturlöndin standa nú frammi fyrir afgerandi áskorun: Að verða ekki að sundruðu samfélagi sem er skipt upp í tvær stéttir: ríka leigusala og fátæka leigjendur.“
Sánchez útskýrði ekki nánar hvernig eða hvenær fyrirhuguð sköttun myndi raungerast, en hann hefur áður átt í erfiðleikum með að ná meirihluta á þingi til að kjósa með frumvörpum sínum.
https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2024/12/25/komnir_med_nog_af_ferdamonnum_i_barcelona/