mán. 13. jan. 2025 15:03
Elvar Þór og Greta Salóme á brúðkaupsdaginn.
Sonur Gretu Salóme kominn með nafn

Söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Elvar Þór Karlsson forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, gáfu yngri syni sínum nafn um liðna helgi.

Drengurinn, sem kom í heiminn þann 23. október, fékk nafnið Sólmundur. Fyr­ir eiga þau son­inn Bjart Elí sem fæddist síðla árs 2022. 

Greta Salóme greindi frá gleðitíðindum á Instagram-síðu sinni í gærdag.

„Sólinn okkar fékk nafnið sitt um helgina - Sólmundur Elvarsson!

Takk Ásgeir Helgi Þrastarson fyrir að fanga þennan dag svona fallega fyrir okkur og 17 sortir fyrir yndislegu skírnarkökuna,“ skrifaði hún við myndskeið frá skírnardeginum.

https://www.mbl.is/smartland/fjolskyldan/2024/06/10/greta_salome_a_von_a_odru_barni/

Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by 𝐆𝐑𝐄𝐓𝐀 𝐒𝐀𝐋Ó𝐌𝐄 (@gretasalome)

 

 

til baka