mið. 15. jan. 2025 06:00
Húsið við Tjarnarflöt 9 skipti tvisvar um eigendur á síðasta ári.
Einbýlishús við Tjarnarflöt selt tvisvar á sama árinu

Við Tjarnarflöt 9 í Garðabæ er að finna fallegt einbýlishús á einni hæð. Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA og eiginmaður hennar, Jón Þór Eyþórsson, auglýstu húsið til sölu í fyrra og seldist það á vordögum. Um er að ræða 195,3 fm einbýli sem reist var 1967. Þau voru búin að taka vel til hendinni í húsinu og gera það að sínu. Andra og Jón Þór seldu húsið á 169.500.000 kr. til Kat ehf. 

https://www.mbl.is/smartland/heimili/2024/01/18/sjadu_hvernig_andrea_breytti_70_s_hollinni_i_gardab/

https://www.mbl.is/smartland/heimili/2024/05/17/andrea_roberts_seldi_husid_a_dundurverdi/

Selt aftur á lægra verði

Nú hefur húsið verið selt aftur og það á lægra verði en það var keypt á fyrr á árinu. 

Karen Lena Óskarsdóttir og Örn Eldjárn festu kaup á húsinu 13. desember 2024 og greiddu fyrir það 164.415.000 kr. eða um fimm milljónum minna en fyrrverandi eigandi. 

Smartland óskar Karenu og Erni til hamingju með húsið! 

til baka