lau. 18. jan. 2025 22:00
Eldri konur hafa lifað ýmislegt og sjá stundum eftir að hafa ekki valið rétt.
Það sem eldri konur sjá eftir í lífinu

Eldri konur deila með lesendum The Stylist því sem þær sjá einna helst eftir í lífinu og þá sem viðkemur ástum og samböndum.

Of fáir karlmenn

„Ég hef séð eftir ýmsu en aðallega að hafa ekki átt fleiri elskhuga. Ég hef verið í sama sambandinu síðan ég var unglingur. Ég myndi ekki vilja breyta því en aftur á móti þá gat ég ekki fundið mig sem kynlífsveru líkt og ungar konur gera í dag. Ég ráðlegg yngri konum að gera eins mikið og þær geta á því sviði, á sem öruggastan hátt."

Húmor er lykilatriði

„Hlátur er tungumál ástarinnar. Ég vil eitthvað meira en bara djúpar tilfinningar. Hláturinn hristir allan líkamann og titringurinn berst alveg niður í snípinn. Andleg fullnæging sem getur verið kraftmeiri en kynferðisleg fullnæging.“

„Þegar ég var yngri þá vanmat ég þessa kosti í fari karlmanna og valdi karla sem bara mærðu mig. Eitt sinn hitti ég mann sem fékk mig til að hlæja en þá var ég gift kona. Ég þurfti að hemja mig því ég vissi að ég gæti ekki staðist svona mann. Enn í dag hugsa ég oft til hans.“

Að njóta litlu hlutanna í lífinu

„Ég og makinn minn vorum saman í 17 ár en það gekk ekki upp. Við erum nú skilin með tvö börn. Ég sé ekki eftir skilnaðinum en ég vildi samt að við hefðum passað okkur á að njóta litlu hlutanna. Það var auðvelt þegar við vorum nýbyrjuð saman en eftir því sem árin liðu þá gleymdum við þeim.“

Að hafa sett ferilinn til hliðar

„Ég sé eftir því að hafa farið eftir samfélagslegum gildum og ekki einbeitt mér að framanum í endurskoðun. Ég sé ekki eftir því að hafa varið tíma með börnunum og er þakklát fyrir að hafa getað verið heimavinnandi. En ég vildi samt hafa átt frama. Ég hefði svo sannarlega getað skarað fram úr og þénað meira en fyrrverandi eiginmaðurinn minn.“

Að hlýðnast foreldrum sínum

„Ég valdi vitlaust. Ég hefði átt að giftast núverandi manni mínum en hann þótti of villtur. Hann samt kemur mér til að hlæja. Hann var samt mótorhjólagaur með tagl og þótti ekki fínn. Foreldrar mínir vildu hann ekki sem tengdason. Við enduðum saman en það tók 40 ár!“

 

til baka