Haukur Helgi Pálsson var eðlilega ekki sáttur við leik Íslands í kvöld sem tapaði 95:71 fyrir Ítalíu í undankeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í Laugardalshöllinni.
Spurður um skýringar á helst til stóru tapi Íslands sagði Haukur þetta.
„Við náum aldrei okkar takti sóknarlega og það gerir okkur erfitt fyrir. Þegar þú síðan skorar ekki í fleiri mínútur þá er þetta bara erfitt gegn liði eins og Ítalíu. Þeir komast í góða rútínu á meðan ekkert gengur frá okkur. Síðan náum við góðri viðspyrnu í seinni hálfleik og minnkum muninn en eins gerist alltaf þá svara þeir bara fyrir sig og þeirra svar var bara stærra en okkar."
Eins og þú segir þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik þar sem liðið náði að minnka muninn niður í 9 stig en það dugði ekki til. Var þetta of mikill munur til að vinna niður?
"Nei alls ekki en auðvitað því meiri sem munurinn er því erfiðara er að vinna þetta niður. Mér fannst við vera komnir svolítið með þá en svo setur fimman þeirra tvo þrista í röð og það gaf þeim mikinn styrk og trú við það. Mér fannst við gera mjög vel að þeir hafi þurft að fara í það. Vonandi getum við bara notað þennan góða kafla til að ná fram betri úrslitum á Ítalíu."
Næsti leikur er á mánudaginn gegn Ítalíu. Eru einhverjir möguleikar fyrir Ísland þar?
"Já við erum alltaf jákvæðir. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður og gefast upp. Við erum að reyna komast á þetta stórmót og förum út og ætlum okkur sigur þar."
Er möguleiki að Martin Hermannsson verði með í útileiknum?
"Nei ég á nú ekki von á því. Ég held þetta hafi verið hásin hjá honum og ég á ekki von á honum í þessum glugga. Við þurfum bara að stíga upp án Martins," sagði Haukur í samtali við mbl.is.
Spurður um skýringar á helst til stóru tapi Íslands sagði Haukur þetta.
„Við náum aldrei okkar takti sóknarlega og það gerir okkur erfitt fyrir. Þegar þú síðan skorar ekki í fleiri mínútur þá er þetta bara erfitt gegn liði eins og Ítalíu. Þeir komast í góða rútínu á meðan ekkert gengur frá okkur. Síðan náum við góðri viðspyrnu í seinni hálfleik og minnkum muninn en eins gerist alltaf þá svara þeir bara fyrir sig og þeirra svar var bara stærra en okkar."
Eins og þú segir þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik þar sem liðið náði að minnka muninn niður í 9 stig en það dugði ekki til. Var þetta of mikill munur til að vinna niður?
"Nei alls ekki en auðvitað því meiri sem munurinn er því erfiðara er að vinna þetta niður. Mér fannst við vera komnir svolítið með þá en svo setur fimman þeirra tvo þrista í röð og það gaf þeim mikinn styrk og trú við það. Mér fannst við gera mjög vel að þeir hafi þurft að fara í það. Vonandi getum við bara notað þennan góða kafla til að ná fram betri úrslitum á Ítalíu."
Næsti leikur er á mánudaginn gegn Ítalíu. Eru einhverjir möguleikar fyrir Ísland þar?
"Já við erum alltaf jákvæðir. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður og gefast upp. Við erum að reyna komast á þetta stórmót og förum út og ætlum okkur sigur þar."
Er möguleiki að Martin Hermannsson verði með í útileiknum?
"Nei ég á nú ekki von á því. Ég held þetta hafi verið hásin hjá honum og ég á ekki von á honum í þessum glugga. Við þurfum bara að stíga upp án Martins," sagði Haukur í samtali við mbl.is.