fös. 22. nóv. 2024 21:00
Blær Hinriksson skoraði níu mörk fyrir Aftureldingu.
Afturelding heldur sínu striki

Afturelding hafði betur gegn Gróttu, 32:28, í 11. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Mosfellsbæ í kvöld.

Afturelding heldur þar með öðru sætinu og er nú með 17 stig, jafnmörg og topplið FH. Grótta er í áttunda sæti með níu stig.

Heimamenn í Aftureldingu voru við stjórn allan tímann. Staðan í hálfleik var 18:14.

Grótta reyndi að koma sér betur inn í leikinn en náði mest að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik. Niðurstaðan að lokum var fjögurra marka sigur Aftureldingar.

Blær Hinriksson var markahæstur í leiknum með níu mörk fyrir Aftureldingu. Gaf hann auk þess fjórar stoðsendingar. Einar Baldvin Baldvinsson varði þá 11 skot í markinu.

Gunnar Hrafn Pálsson skoraði sjö mörk fyrir Gróttu og Hannes Pétur Hauksson varði 12 skot í markinu. Var Hannes Pétur með 37,5 prósent markvörslu.

 

til baka