fös. 22. nóv. 2024 17:11
Kristófer Konráđsson er genginn til liđs viđ Fram.
Framarar halda áfram ađ styrkja sig

Knattspyrnudeild Fram hefur samiđ viđ Kristófer Konráđsson um ađ hann leiki međ liđinu nćstu tvö ár.

Kristófer, sem er 26 ára miđjumađur, kemur á frjálsri sölu frá Grindavík eftir ađ hafa leikiđ međ liđinu í 1. deild undanfarin tvö ár.

Hann er alinn upp hjá Stjörnunni og hóf meistaraflokksferilinn ţar en hefur einnig leikiđ međ Leikni úr Reykjavík, Ţrótti úr Reykjavík og KFG.

Alls á Kristófer 39 leiki ađ baki í efstu deild, 47 leiki og fimm mörk í 1. deild og 14 leiki og sex mörk í 2. deild međ KFG.

Kristófer er fimmti leikmađurinn sem Fram fćr í sínar rađir í vetur og allir léku ţeir í 1. deildinni á síđasta tímabili. Hinir eru Viktor Freyr Sigurđsson markvörđur og Róbert Hauksson sem komu frá Leikni R., Sigurjón Rúnarsson sem kom frá Grindavík og Óliver Elís Hlynsson sem kom frá ÍR.

til baka