fös. 22. nóv. 2024 13:55
Eyþór Aron Wöhler í leik með KR gegn Breiðabliki.
Riftir samningnum við KR

Knattspyrnumaðurinn Eyþór Aron Wöhler og KR hafa komist að samkomulagi um riftun á samningi sóknarmannsins.

Eyþór kom til KR frá Breiðabliki þegar síðasta leiktíð var nýhafin og skoraði þrjú mörk í 22 leikjum í deild og bikar með Vesturbæjarliðinu.

Eyþór, sem er 22 ára, hefur skorað 15 mörk í 76 leikjum í efstu deild hér á landi með Breiðabliki, KR, ÍA og HK. Þá hefur hann gert tvö mörk í 19 leikjum með Aftureldingu í 1. deild.

Hann hefur m.a. verið orðaður við uppeldisfélagið sitt, Aftureldingu, sem verður nýliði í Bestu deildinni á næsta tímabili.

Hrafn Guðmundsson er einnig farinn frá KR en hann kom til félagsins frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabil og kom aðeins við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni.

til baka