fös. 22. nóv. 2024 13:28
Åge Hareide á hliðarlínunni gegn Wales á þriðjudagskvöld.
Åge: Það er stutt á milli

Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, telur mikilvægt fyrir íslenska liðið að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Ísland mætir Kósovó í umspili um sæti í B-deild keppninnar. Ísland endaði í þriðja sæti í sínum riðli í B-deildinni og Kósovó í öðru sæti í sínum riðli í B-deildinni.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2024/11/22/island_maetir_kosovo_i_umspilinu/

„Það er svo stutt á milli í alþjóðlegum fótbolta og ég held að það sé ekki mikill munur á milli flestra liða í B- og C-deild,“ er haft eftir Hareide á samfélagsmiðlum KSÍ.

„Að því sögðu, þá er mikilvægt fyrir okkur að halda sæti okkar í B-deild og til að gera það þurfum við að sýna góða frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi. Ég hefði að sjálfsögðu viljað spila heimaleikinn okkar í Reykjavík, en það er því miður ekki mögulegt.“

Ljóst er að Ísland mun spila heimaleikinn í öðru landi, þar sem Laugardalsvöllur verður ekki klár í mars vegna vinnu við völlinn.

til baka