fös. 22. nóv. 2024 11:48
Evrópumeistarar Spánverja mæta Hollendingum.
Risaleikir í átta liða úrslitum

Dregið var í átta liða úrslit Þjóðadeildar karla í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Tvö efstu lið í hverjum riðli í A-deildinni fóru áfram í átta liða úrslit og ljóst að stórar knattspyrnuþjóðir myndu dragast saman.

Holland og Spánn eigast við, Ítalía og Þýskaland sömuleiðis sem og Danmörk og Portúgal. Þá mætast Króatía og Frakkland en þau mættust í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Rússlandi árið 2018.

Einnig var dregið í undanúrslit og umspil um sæti í deildunum. Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag mætast Ísland og Kósovó í umspili um sæti í B-deildinni.

Drátturinn í heild sinni:

Átta liða úrslit:
Holland – Spánn
Króatía - Frakkland
Danmörk – Portúgal
Ítalía – Þýskaland

Undanúrslit:
Ítalía/Þýskaland – Danmörk/Portúgal
Holland/Spánn – Króatía/Frakkland

Umspil um sæti í A-deild:
Tyrkland – Ungverjaland
Úkraína – Belgía
Austurríki – Serbía
Grikkland – Skotland

Umspil um sæti í B-deild:
Kósovó – Ísland
Búlgaría – Írland
Armenía – Georgía
Slóvakía – Slóvenía

Umspil um sæti í C-deild:
Gíbraltar - Lettland
Malta – Lúxemborg

til baka