fös. 22. nóv. 2024 09:25
Maggie Smith er ein af þeim sem kvöddu okkur á árinu.
Fimm stjörnur sem við misstum á árinu

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100.

Núna þegar nýtt ár nálgast óðfluga ákvað ég að taka saman lista yfir fimm fræga sem við höfum misst á árinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Entertainment Tonight (@entertainmenttonight)

 

Fyrstur á lista er leikarinn Adan Canto, en hann lést þann 9. janúar síðastliðinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 42 ára gamall og þekktastur fyrir hlutverk sitt í Designated Survivor og The Cleaning Lady. 

View this post on Instagram

A post shared by ABC15 Arizona ☀️ (@abc15arizona)

 

O.J. Simpson lést 76 ára gamall úr krabbameini, þann 10. apríl, en kappinn hafði átt viðburðaríka ævi bæði sem íþróttamaður og sem dæmdur glæpamaður. O.J. átti glæstan feril í amerískum fótbolta áður en fór að halla á ógæfuhliðina. Hann varð síðar ákærður fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni Nicole Simpson, sem hann neitaði ávallt fyrir.

View this post on Instagram

A post shared by melty (@melty_fr)

 

Leikkonan Shannen Doherty lést þann 13. júlí eftir áralanga baráttu við krabbamein, en hún hafði barist við það í mörg ár og hún var svo sannarlega mörgum harmdauði.

View this post on Instagram

A post shared by BBC News (@bbcnews)

 

Söngvarinn og einn af Jackson-systkinunum, Tito, lést 70 ára gamall þann 15. september. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið gert opinbert hvað hafi verið valdur að dauða hans þá segja heimildarmenn að það hafi verið hjartað sem gaf sig. 

View this post on Instagram

A post shared by TheTrendsMusic (@the.trends.music)

 

Söngvarinn Liam Payne lést fyrir mánuði síðan eftir að hafa fallið í yfirlið og dottið fram af svölum. Aðdáendur hans urðu fyrir miklu áfalli, en hann var borinn til grafar fyrir tveimur dögum síðan. 

View this post on Instagram

A post shared by Marie Claire UK (@marieclaireuk)

 

Fleiri frægir yfirgáfu þetta líf á árinu eins of Quincy Jones, Maggie Smith og Paul Teal. 

Svo sannarlega fólk sem skilur mikið eftir sig. 

til baka