fim. 21. nóv. 2024 23:00
Pep Guardiola hugsađi um ađ yfirgefa Manchester City í lok tímabils.
Guardiola: „Gat ekki fariđ núna“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, viđurkennir ađ hann hafi hugsađ međ sér ađ yfirstandandi tímabil yrđi sitt síđasta hjá enska félaginu. Guardiola hafi síđan snúist hugur vegna slćms gengis ađ undanförnu.

Skrifađi hann undir tveggja ára samning í dag og verđur ţví viđ stjórnvölinn út tímabiliđ 2026-27.

Guardiola samdi til 2027

Man. City hefur tapađ fjórum leikjum í röđ í öllum keppnum, sem er í fyrsta skipti sem ţađ gerist hjá Guardiola á ţjálfaraferlinum ţegar vítaspyrnukeppnir eru ekki teknar međ.

„Ég gat ekki fariđ núna. Kannski voru töpin fjögur ástćđan fyrir ţví ađ mér fannst ég ekki geta yfirgefiđ félagiđ. Allt frá ţví í upphafi tímabils hef ég veriđ ađ hugsa mikiđ.

Svo ég sé hreinskilinn hugsađi ég međ mér ađ ţetta tímabil skyldi vera mitt síđasta. En á sama augnabliki koma upp ţessar ađstćđur ţar sem viđ höfum átt í vandrćđum undanfarinn mánuđ,“ sagđi Spánverjinn í samtali viđ heimasíđu Man. City.

Vildi ekki bregđast félaginu

Guardiola bćtti ţví viđ ađ Khaldoon Al-Mubarak stjórnarformađur, Txiki Begiristain yfirmađur knattspyrnumála og fleiri hjá félaginu hafi sýnt honum mikiđ traust, sem hafi hjálpađ til viđ ákvörđunina.

„Ţess vegna fannst mér ekki tímabćrt ađ fara. Ég myndi segja ađ ég vildi ekki bregđast félaginu. Ég fann fyrir trausti stjórnarformannsins, Txiki og allra annarra og fannst sem ég ţyrfti ađ gera ţetta.“

til baka