Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kveðst áhyggjufullur yfir vendingum í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Rússneski herinn hóf í dag að beita meðaldrægum eldflaugum gegn Úkraínu.
„Þetta er enn önnur varhugaverð vending sem vert er að hafa áhyggjur af. Þetta virðist allt vera að stefna í ranga átt,“ sagði Stephane Dujarric, talsmaður Guterres.
Kallaði hún jafnframt eftir því að allir hlutaðeigandi ynnu að því að draga úr spennu.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/21/hotar_bretum_og_bandarikjamonnum/
Hótaði að beita sömu eldflaugum
Rússar skutu í morgun meðaldrægri eldflaug að borginni Dnípró í Úkraínu til að hæfa þar mikilvæga innviði.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótaði síðar í dag að beita sömu eldflaugum gegn þeim ríkjum sem hafa heimilað Úkraínuher að skjóta langdrægum eldflaugum á rússneska grundu, sem eru Bretland og Bandaríkin.