Rannsókn samtaka atvinnudómara á Englandi, PGMOL, á tveimur myndskeiðum af dómaranum David Coote stendur enn yfir.
Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að velferð Cootes sé í forgangi.
„Við fylgjum nú innra ferli og tökum meintu atferli Davids Cootes mjög alvarlega á meðan við framkvæmum nákvæma rannsókn.
Þó David sé í banni er velferð hans enn í forgangi hjá okkur og hann veit af stuðningsneti sem er til staðar fyrir hann,“ segir í yfirlýsingunni.
Dómarinn hafi reynt að skipuleggja „eiturlyfjapartí“
UEFA og enska sambandið rannsaka málið
Myndskeið af Coote þar sem hann úthúðar liði Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóra þess, Jürgen Klopp, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í byrjun síðustu viku.
Tveimur dögum síðar, á miðvikudaginn fyrir rúmri viku, birti götublaðið The Sun svo myndskeið sem virtist sýna Coote sniffa hvítt duft, að því er talið kókaín.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, setti Coote einnig í bann og hóf eigin rannsókn vegna myndskeiðanna tveggja. Enska knattspyrnusambandið rannsakar dómarann sömuleiðis.