Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir söng sig inn í hjörtu landsmanna í söngleiknum Elly sem byggir á ævi einnar dáðustu söngkonu þjóðarinnar Elly Vilhjálms. Hún segist hafa þurft að hugsa betur um húðina eftir að hafa byrjað að starfa í leikhúsi og fjárfestir í sjálfri sér með góðum húðvörum.
„Elly var stórglæsileg kona sem bjó yfir mikilli fágun. Hún hugsaði mikið um útlitið, var alltaf að sauma á sig nýja kjóla og gerði það lengi vel sjálf þar til hún fékk saumakonu í verkið. Hún var uppi á sviði og skipti um kjól mörgum sinnum á einu kvöldi. Útlitið skipti hana miklu máli og skiptir mig auðvitað einnig miklu máli, ég hef mjög gaman að því að hafa mig til og tel mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig,“ segir Katrín Halldóra sem telur sig og Elly líkar á margan hátt: „Útlitslega erum við líkar en hún gat líka tekið svo skemmtilegar, skrýtnar og skyndilegar ákvarðanir sem ég tengi við. Ég vildi óska að ég hefði getað kynnst henni,“ útskýrir hún.
Söngleikurinn Elly hefur vægast sagt slegið í gegn hjá landsmönnum en hann var frumsýndur árið 2017 í Borgarleikhúsinu og átti eftir að vera sýndur tvöhundruð og tuttugu sinnum. Í haust hófust sýningar á ný í takmarkaðan tíma. Leikhússýningum fylgir mikil förðun fyrir stóra sviðið og segist Katrín Halldóra þurfa að sinna húðinni vel: „Fyrir tíu árum hugsaði ég í raun ekkert um húðina mína en í leikhúsinu er húðin mín undir miklu álagi. Þá fann ég hvað það er mikilvægt að hreinsa hana vel og hafa góða húðrútínu en ég hef notað vörur frá Guerlain í sjö ár núna. Ég tók þó smá pásu og saknaði þeirra strax því mér fór að líða mjög illa í húðinni. Þá fór ég í Hagkaup og keypti fullan poka af húðvörum frá Guerlain á nýjan leik og það var þvílíkur munur,“ segir hún.
Fær hrós fyrir húðina
„Maður er á þeim stað að vera með andlitið í sviðsljósinu og nota það í vinnunni. Mér finnst það skipta rosalega miklu máli, eins og ef maður er í sjónvarpi að húðin sé góð því það er auðvitað horft á hverja einustu línu á andliti manns,“ segir Katrín Halldóra og heldur áfram: „Ég fæ rosalega mikið hrós fyrir húðina mína og ég kann að meta það því ég er mjög dugleg að sinna henni, og nota Abeille Royale húðvörulínuna frá Guerlain til þess.“
Það lá því beinast við að spyrja Katrínu Halldóru hvaða þrjár húðvörur væru nauðsynlegar að hennar mati til að takast á við kólnandi veðurfar og það stóð ekki á svörum: „Abeille Royale Intense Cleansing Oil er algjör lykilvara fyrir mig til að leysa upp allan farða og hreinsa húðina. Næst verð ég að nefna næturkremið, Abeille Royale Honey Treatment Night Cream en húðin verður svo þétt, mjúk og nærð þegar ég nota það. Að lokum myndi ég segja að augnserumið, Abeille Royale Double R Renew & Repair Eye Serum, sé lítið leynivopn til að slétta áferð augnsvæðisins, veita því raka og ljóma,“ telur Katrín Halldóra upp en vill bæta við: „Ef ég er að farða mig þá gerir það mikið að nota töfrapennann frá Guerlain, Precious Light, undir augun áður en ég nota hyljara en hann litaleiðréttir og dregur úr blámanum á augnsvæðinu, skapar ljóma og fer ekki í fínar línur.“
Allar vinkonurnar keyptu varalitinn
Katrín Halldóra fór á förðunarnámskeið til að læra að farða sjálfa sig með eigin vörum og hún segir að það hafi sannarlega borgað sig, hún hafi lært mjög mikið og tileinkað sér nýjar aðferðir við að farða sig. Hún segist mikið nota förðunarvörur frá Guerlain og nefnir sérstaklega varalitinn KissKiss Bee Glow:
„Mér finnst þessi varalitur stórkostlegur en ég nota litinn Blossom Glow. Ég er búin að vera með hann á mér í allan vetur, varirnar verða svo mjúkar og liturinn fallegur, en þetta er í raun eins og litaður varasalvi, og allar vinkonur mínar hafa keypt sér hann líka. Svo finnst mér Terracotta Le Teint farðinn geggjaður því ég get bæði notað hann hversdags og svo við fínni tilefni eftir því hversu mikið magn ég set en hann gefur húðinni ótrúlega fallega áferð. Eins finnst mér The Eye Pencil Waterproof í litnum Brown Earth alveg klikkaður, hef verið stoppuð og spurð hvaða augnblýant ég sé með,“ segir Katrín Halldóra og hlær.
Mikil fegurð í hversdagsleikanum
Sjarmi og sjálfsöryggi Katrínar Halldóru er eftirtektarvert og endurspeglast fegurð hennar í því, óháð öllum snyrtivörum. Fegurð er hlutlægt mat hvers og eins og því veltir blaðamaður fyrir sér hvað fegurð sé í augum Katrínar Halldóru og hvað skapar fegurð innra með henni?
„Þegar maður er með fjölskyldunni og í hversdagsleikanum, þá er svo mikil fegurð í öllu. Þá er ég oft án allrar förðunar og finnst ég vera jafn falleg förðuð og án farða. Ég grínast gjarnan með það að segja bara: „Djöfull er ég flott!“ ef ég fer eitthvað að efast um sjálfa mig og finnst að maður eigi að vera duglegur að horfa í spegilinn og hugsa: „Vá hvað ég er flott!“ en það hjálpar mér mikið að trúa ávallt á sjálfa mig. Það er líka fegurð í mínum huga,“ segir Katrín Halldóra og hvetur alla, konur, kvár og karla, til að finna sinn innri og ytri ljóma með því að hrósa sjálfum sér og gefa sér tíma til þess að hugsa vel um sig – fjárfesta í sjálfum sér.
Framkallaðu förðun Katrínar Halldóru með hátíðarlínu Guerlain
Hér að neðan eru leiðbeiningar hvernig má farða sig eins og Katrín Halldóra en það var förðunarfræðingurinn Dýrleif Sveinsdóttir sem farðaði Katrínu Halldóru með töfrandi hátíðarlínu Guerlain.
Húðin
Húðin var undirbúin með Abeille Royale-húðvörum áður en Parure Gold Double Veil Primer SPF50 var notaður. Næst notaði Dýrleif Terracotta Le Teint farðann með bursta N°11 og svo Terracotta Concealer með bursta N°21. Parure Gold Skin Diamond Micro-Powder var svo notað yfir hyljarann til að fá fallega birtu. Næst setti hún Terracotta Bronzer undir kinnbeinin og rétt ofan á þau, við kjálkabein og á ennið en hún notaði hann einnig sem skugga á augnbeinið áður en hún notaði augnskugga.
Augun
Dýrleif notaði augnskuggapallettuna Ombres G Eyeshadow Quad í litnum 888 Regarde-Moi, úr hátíðarlínu Guerlain, til að undirstrika augu Katrínar Halldóru. Hún notaði bronslitaða augnskuggann á innri augnkrók og ytri, blandaði honum einnig í glóbuslínuna en skildi miðju augnloksins eftir. Sanseraða rauða augnskuggann setti hún yfir bronslitaða augnskuggann og blandaði inn á miðju augnloksins. Rauða augnskuggann setti hún yst á augnlokið fyrir meiri dýpt.
Hún setti augnblýant við enda augnháranna og blandaði rétt upp á auglokið og setti síðan svarta þunna línu með Noir G Graphic Liner til að fá skerpu og fullkomnaði augnförðunina með Noir G Mascara. Í augabrúnirnar notaði hún Brow G augabrúnablýantinn.
Varirnar
Dýrleif undirbjó varirnar með KissKiss Lip Lift áður en hún mótaði þær með Contour G Lip Liner í lit 03 Le Brun Tonka. Að lokum notaði hún varalit úr jólalínunni sem nefnist Rouge G Velvet í lit 207 Le Beige Bijou.