fim. 21. nóv. 2024 13:30
Vinasambönd geta verið flókin.
Íslenskur karlmaður treystir sér ekki til að eiga vinkonur

Heitar umræður sköpuðust í þættinum Ísland vaknar í morgun þegar hlustendur tjáðu sig um skoðanir sínar á vinasamböndum fólks af sitthvoru kyninu. Skoðanir voru skiptar, eins og heyra má í umræðunni sem Bolli Már og Þór Bæring hófu í beinni útsendingu.

Einn hlustandi, gagnkynhneigður karlmaður, lýsti því af hreinskilni að hann treysti sér einfaldlega ekki til að eiga vinkonur á meðan hann væri í sambandi. „Ég er rosa mikill brjóstakall,“ sagði hann og bætti við að slíkt gæti skapað vandamál í sambandi – að minnsta kosti hjá honum.

Kona sem hringdi inn í þáttinn benti þó á að hún væri í sambandi með konu en ætti samt margar vinkonur, sem væri ekki neitt vandamál. 

Hér má hlusta á umræðurnar í heild sinni.

 

 

til baka